fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Mikael varpar sprengju inn í umræðuna eftir fréttir gærdagsins af Gylfa – „Þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 15. apríl 2023 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust risatíðindi þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson væri nú laus allra mála. Þetta hefur verið á allra vörum.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson ræddi málið í Þungavigtinni.

„Ef hann vill halda áfram í fótbolta eru þetta bara geggjaðar fréttir. Þetta eru ekki heldur slæmar fréttir fyrir nýjan landsliðsþjálfara á fyrsta degi. maður hefur heyrt þær sögusagnir að hann ætli að hætta í fótbolta en það gæti breyst núna,“ segir Mikael, en Age Hareide tók við landsliðinu í gær.

Mikael Nikulásson.

Mikael telur að málið sé stærra en flestir geri sér grein fyrir. „Þetta er fáránlegt mál, líka hvað þetta tók langan tíma.

Það er alveg ljóst að þetta er ekki bara eitthvað eitt mál hjá Gylfa Þór Sigurðssyni. Það getur ekki verið. Þetta teygði sig eitthvað mikið lengra. Þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma.“

Mikael segir að Gylfi þurfi ekki að hafa áhyggjur ef hann langar til þess að halda áfram að spila fótbolta.

„Það munu lið berjast um hann, ef hann hefur áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Liverpool til Spánar?

Frá Liverpool til Spánar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar

Staðfest að þessir þrír fari frá Arsenal í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“
433Sport
Í gær

Arnar Þór Viðarsson fær risastórt starf í Belgíu

Arnar Þór Viðarsson fær risastórt starf í Belgíu
433Sport
Í gær

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag

Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Félög á Englandi geta ekki farið með leiki úr landi

Félög á Englandi geta ekki farið með leiki úr landi
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið