fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Klopp pirraður þegar saumað var að honum um Bellingham – „Segir ekki sem fimm ára krakki á jólunum að þú viljir fá Ferrari“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 10:30

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að félagið verði að vinna með það sem er til. Félagið virðist samkvæmt öllum fréttum hætt við að reyna að kaupa Jude Bellingham. Er hann of dýr biti fyrir Liverpool.

Bellingham verður til sölu fyrir 130 milljónir punda í sumar, Dortmund setur þá kröfu og Liverpool er hætt við. Klopp var pirraður á spurningum tengt þessu á fréttamannafundi í dag.

„Þú verður að vinna með það sem þú hefur,“ sagði Klopp þegar blaðamenn fóru að spyrja hann út í Bellingham.

„Þú segir ekki sem fimm ára krakki á jólunum að þú viljir fá Ferrari.“

„Það sem við þurfum, við munum reyna allt til þess að sækja það. En það koma tímar þar sem þú þarft að stíga til hliðar og viðurkenna að sumt er ómögulegt, og fara í aðra átt.“

Enska pressan reyndi að pressa á Klopp að tala almennt um Bellingham. „Svör mín eru ekki um Jude Bellingham,“ sagði Klopp og var pirraður.

„Ég skil ekki af hverju ég á að tala um hluti sem við getum ekki fengið, eins og sex leikmenn fyrir 100 milljónir punda hvern í sumar. Þú verður að vinna með það sem er hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum