Flest augu voru á Manchester-borg þar sem heimamenn í Manchester City tóku á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær.
Joao Cancelo sem er í eigu City var lánaður til Bayern í janúar og var mættur að spila leikinn í gær.
Þegar hann mætti á sitt heimili, Ethiad völlinn passaði hann sig á því að stíga ekki á merki City. Enda var hann klæddur í Bayern fötin og því fannst honum það ekki viðeigandi.
Fyrir þetta hefur Cancelo fengið mikið lof fyrir.
Respect Joao Cancelo 👏pic.twitter.com/ikb99VCa5H
— Berita Sepakbola Dunia (@gilabola_ina) April 11, 2023
City byrjaði betur og á 27. mínútu komst liðið yfir. Þá fékk Rodri nóg af plássi fyrir utan vítateig Bæjara og átti svo draumaskot upp í hornið fjær. Yann Sommer áttu ekki möguleika í marki gestanna.
Heimamenn voru mun betri í seinni hálfleik og juku þeir forskotið á 70. mínútu. Þá gerði Dayot Upamecano, sem átti skelfilegan leik í kvöld, slæm mistök, boltinn endaði hjá Erling Braut Haaland sem setti boltann glæsilega á kollinn á Bernardo Silva sem skoraði.
Skömmu síðar gerði Haaland sjálfur svo þriðja mark City með frábærri afgreiðslu.
Lokatölur 3-0 fyrir City sem er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn í Þýskalandi í næstu viku.
JOAO CANCELO made a classy gesture towards Manchester City as he returned with Bayern Munich last night.
The full-back is currently on loan with the German giants after falling out of favour at City during the first half of the season.