fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fékk af­henta styttu af sjálfum sér og sprakk svo í loft upp

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd­band sem tekið var úr eftir­lits­mynda­vél í Sankti Péturs­borg í Rúss­landi í gær varpar ljósi á það sem gerðist áður en öflug sprengja sprakk á kaffi­húsi í borginni.

Vla­den Tatar­sky, bloggari og harður stuðnings­maður Vla­dimír Pútíns Rúss­lands­for­seta, lést í á­rásinni og var 26 ára kona sem grunuð er um verknaðinn hand­tekinn í morgun.

Mynd­bandið sýnir konuna, hina 26 ára gömlu Dariu Trepovu, ganga inn á kaffi­húsið með pakka í höndunum. Um var að ræða styttu af rúss­neska bloggaranum sem var stút­full af öflugu sprengi­efni.

Annað mynd­band sem tekið var inni á kaffi­húsinu sýnir þegar Tatar­sky veitir styttunni við­töku en stuttu síðar springur hún í loft upp. Tatar­sky lést sam­stundis og 32 aðrir gestir kaffi­hússins slösuðust.

Trepova var hand­tekin í íbúð í Sankti Péturs­borg í gær­kvöldi en sjálf neitar hún stað­fast­lega sök. Rúss­nesk yfir­völd segja að um hryðju­verk hafi verið að ræða og grunar að ein­staklingar með tengsl við Úkraínu hafi skipu­lagt verknaðinn.

Kærasti Trepovu, Dmi­try Rylov, heldur því fram að hún hafi verið leidd í gildru og hún hefði aldrei sam­þykkt að láta Tatar­sky hafa pakkann ef hún hefði vitað hvað var í honum. Vitni lýsa því þó að Trepova hafi verið treg til að setjast við hlið Tatar­sky eftir að hún lét hann hafa styttuna og það renni stoðum undir þá kenningu að hún hafi vitað hvað var í vændum. Hún hafi svo forðað sér áður en sprengjan sprakk.

Í frétt Daily Mail kemur fram að 450 grömm af sprengi­efninu TNT hafi verið í styttunni og var sprengingin mjög öflug. Rúður í húsinu sprungu og slösuðust margir þegar gler­brotum rigndi yfir gesti kaffi­hússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“