Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, segir að það hafi verið gott fyrir félagið að losna við Cristiano Ronaldo.
Ronaldo yfirgaf Man Utd á frjálsri sölu í fyrra og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádí Arabíu. Hann náðí ekki saman við Erik ten Hag, stjóra liðsins.
Rooney telur að skrefið hafi hentað´öllum aðilum og að það hafi veirið vilji Ronaldo að yfirgefa Manchester.
,,Ég býst við því að hann hafi fengið það sem hann vildi. Fyrir Manchester United var mikilvægt að horfa fram veginn sem fyrst,“ sagði Rooney.
,,Þeir þurftu að einbeita sér að þeim leikmönnum sem eru hjá félaginu og vilja vera þarna. Þar hefur Erik ten Hag gert frábæra hluti.“
,,Hann hefur fengið þessa leikmenn til að einbeita sér að verkefninu, að komast í topp fjóra og augljóslega að vinna deildabikarinn.“