fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Gwyneth Paltrow höfð að háði og spotti fyrir ummæli sem hún lét falla í dómsal

Fókus
Mánudaginn 27. mars 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum undanfarið eftir að ummæli sem hún lét falla í dómsal á dögunum fóru sem endur í sinu um netheima.

Gwyneth var að gefa vitnaskýrslu fyrir dómi á föstudag í máli sem ellilífeyrisþegi höfðaði gegn henni vegna skíðaslyss sem átti sér stað árið 2016. Gwyneth hefur þó haldið því fram að það hafi verið gamli maðurinn sem olli slysinu en ekki hún.

Á föstudaginn greindi leikkonan frá því að fyrst hafi hún haldið að maðurinn væri að fara að brjóta gegn henni kynferðislega þegar hann rakst á hana í skíðabrekkunni.

Hún hafi heyrt undarlegt hljóð fyrir aftan sig og hún hafi í kjölfarið frosið og komist í uppnám þegar ellilífeyrisþeginn Terry Sanderson kom að henni aftan frá og ýtti skíðum sínum á milli fóta hennar.

„Ég var að skíða og tvö skíði komu milli skíðanna minna og þvinguðu fæturna mínar í sundur. Síðan þrýstist annar líkami upp að mér.“

Lögmaður Sanderson spurði hvers vegna Paltrow hafi haldið að um kynferðisofbeldi væri að ræða. Paltrow svaraði því til að hún hafi heyrt undarlegar stunur og fundið fyrir líkama sér sér og hafi verið að reyna að átta sig á aðstæðum. Þetta hafi verið fyrsta hugsun hennar á þessu augnabliki.

Lögmaður Sanderson spurði hana hvaða áhrif slysið hefði haft á hana og þá svaraði hún, þurr á manninn: „Við töpuðum hálfum degi af skíðum“

Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli og hafa netverjar óspart hæðst að leikkonunni.

Nýlega bættist leikkonan Busy Philipps í hópinn en hún birti mynd af sér og vinkonu sinni á Instagram með textanum: „Við töpuðum hálfum degi af skíðum.“

Sanderson heldur því fram að slysið, sem hann segir að Paltrow hafi átt sök á, hafi valdið honum varanlegum heilaskaða, brotnum rifum og hafi leitt til skertra lífsgæða. Fer hann fram á rúmar 428 milljónir í bætur.

Paltrow hefur gagnstefnt Sanderson og segir hann bera sök á slysinu og fer fram á táknrænar bætur upp á 1 dollara sem og málskostnað sér að skaðlausu. Ummælin um tapaða hálfa daginn lét hún falla til að styðja við skaðabótakröfu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“