fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Andri Lucas eftir leik: „Um leið og ég heyrði rödd Arons vissi ég að ég gæti ekki gert neitt í því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 19:18

Andri Lucas Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Andri Lucas Guðjohnsen var að vonum sáttur með 7-0 sigur Íslands á Liechtenstein í dag.

Liðin mættust í öðrum leiknum í undankeppni EM 2024 og kom íslenska liðið með gott svar eftir stórt tap gegn Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag.

„Það var erfitt eftir úrslitin í Bosníu að rífa sig í gang aftur. En við gerðum það í dag, náðum að skora mörg mörk. Ég held að við höfum sýnt hvað við erum góðir í fótbolta þegar við spilum saman,“ segir Andri, sem skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í dag.

„Svona leikur er mikilvægur. Að fá þrjú stig, skora mörk og fagna með liðsfélögunum.“

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skoraði þrennu í dag og var stórkostlegur. Hann skoraði þriðja mark sitt úr víti sem Andri hafði gert sig líklegan til að taka.

„Um leið og ég heyrði rödd Arons þá vissi ég að ég gæti ekki gert neitt í því. Auðvitað tekur hann vítið og klárar þrennuna,“ sagði Andri léttur.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Í gær

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
Hide picture