fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Aron Einar sár yfir að geta ekki hjálpað – „Það var virkilega erfitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. mars 2023 19:20

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Aron Einar Gunnarsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa upp á tap íslenska landsliðsins gegn Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag úr stúkunni og geta ekkert gert til að hjálpa liðsfélögum sínum.

Ísland tapaði 3-0 og stóð sig alls ekki vel. Aron Einar var í banni í leiknum.

„Maður sér leikinn aðeins öðruvísi. Það var virkilega erfitt að geta ekki verið inni á vellinum, stjórnað og skipulagt. Það er það sem ég er góður í,“ sagði landsliðfyrirliðinn á fréttamannafundi hér í Liechtenstein í dag.

Íslenska liðið hélt fund í gær og skildi þannig við leikinn.

„Við fórum vel yfir leikinn í gærkvöldi og greindum hann. Það var jákvætt. Við töluðum vel saman. Það var slatti af hlutum sem við þurfum að gera betur.“

Á morgun mætir Ísland Liechtenstein og segir Aron Einar að hugur leikmanna sé kominn á þann leik.

„Þetta snýst allt um hvernig við bregðumst við þessu slæma tapi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso