fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Myndband úr klefa Bosníu eftir sigurinn á Íslandi vekur athygli: Mætti umkringdur vopnuðum vörðum – Lofaði leikmönnum bónusgreiðslu

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 24. mars 2023 10:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagnaðar­lætin voru gífur­leg í búnings­klefa lands­liðs Bosníu & Herzegovinu eftir 3-0 sigurinn á ís­lenska lands­liðinu í fyrstu um­ferð undan­keppni EM í leik sem fram fór í Zeni­ca í gær­kvöldi. For­seti bosníska knatt­spyrnu­sam­bandsins mætti inn í klefa liðsins eftir leik og var hrókur alls fagnaðar.

Ljóst var að mikið stóð til þegar Vico Zeljko­vic, for­seti bosníska knatt­spyrnu­sam­bandið mætti á leik­vanginn í Zeni­ca í gær, um­kringdur vopnuðum öryggis­vörðum.

Svo fór að bosníska lands­liðið var langtum betra heldur en það ís­lenska í leik gær­kvöldsins og sigur liðsins aldrei í hættu.

Mynd­band sem tekið var upp í búnings­klefa bosníska lands­liðsins eftir leikinn gegn Ís­landi hefur farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum en þar sést að téður Zeljko­vic er hrókur alls fagnaðar.

Í öllum fagnaðar­látunum gerði hann síðan leik­mönnum lands­liðsins ljóst að þeir myndu fá bónus­greiðslu fyrir sigurinn á Ís­landi.  Þá myndu bónus­greiðslurnar tvö­faldast ef liðið næði í stig í næsta leik sínum gegn Slóvakíu. Ef þeir myndu vinna þann leik myndu bónus­greiðslurnar þre­faldast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“