fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Íslandsvinurinn hefur lagt fram endurskoðað kauptilboð í Manchester United

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 18:55

Ratcliffe fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe hefur, ásamt INEOS samsteypunni, lagt fram endurskoðað kauptilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Sky Sports greindi fyrst frá.

Ratcliffe hafði, líkt og hópur katarska fjárfesta, fengið leyfi til þess að taka sér lengri tíma í að setja fram endurskoðað kauptilboð í Manchester United en formlegur frestur til þess að leggja fram kauptilboð í félagið átti að renna út í gærkvöldi.

Nú hefur Ratcliffe, ásamt INEOS samsteypunni, skilað inn kauptilboði en í gærkvöldi hafði borist tilboð frá Elliott Investment Management til þess að kaupa minnihluta í félaginu.

Jim Ratcliffe ættu flestir Íslendingar að þekkja en hann var mikið í fréttum hér á landi eftir að hafa fest kaup á jörðum og veiði­réttindum á Norð­austur­landi. Jarðir sem Ratclif­fe á hlut í þekja ríf­lega 100 þúsund hektara sem eru um 1 prósent af öllu land­svæði Ís­lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Í gær

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester