fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Arnar Þór rýfur loks þögnina um harðorðan pistil Gumma Ben – „Ég hef alltaf sagt það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica

Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 á morgun. Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Zenica í kvöld.

Þar var spurt út í pistilinn sem Guðmundur Benediktsson birti á dögunum. Arnar hefur ekki valið son Guðmundar, Albert Guðmundsson, í landsliðshópinn. Það virðist anda köldu þeirra á milli.

„Viðbrögð mín eru ekki mikil. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að pæla í svona hlutum. Það er nóg að gera. Við erum að einbeita okkur að leiknum á morgun,“ sagði Arnar um málið í kvöld.

Guðmundur var harðorðaur í pistili sínum og sagði meðal annars. „Eftir símtal þeirra á milli ákveður hann að ráðast á Albert og ekki í fyrsta sinn sem þjálfarinn reynir að gera lítið úr honum eftir að hafa tilkynnt hóp sinn. Ég veit ekki hvaða belgísku þjálfaranámskeið AÞV hefur setið en ég vona að þessi nálgun sé ekki kennd þar né á öðrum námskeiðum,“ skrifaði Gummi.

Arnar Þór segir að allir megi hafa skoðun á sér en hann einbeitir sér að leiknum á morgun.

„Ég hef alltaf sagt það að allir megi og þurfi að hafa sínar skoðanir. Ég geri bara það sem ég get gert og stjórna því sem ég get stjórnað, vinn mína vinnu.“

Meira:
Harðorð yfirlýsing frá Gumma Ben – Sakar Arnar um að ráðast á son sinn og gera lítið úr honum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Í gær

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu