fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Lærisveinar Mourinho áfram í 8-liða úrslit – Framlengt á Emirates í Lundúnum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 21:59

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum af átta leikjum kvöldsins í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar er lokið. Bayer Leverkusen, Roma og Royale Union Saint-Gilloise hafa öll tryggt sér sæti í átta liða úrslitum mótsins eftir úrslit kvöldsins.

Framlengja þarf leik Arsenal og Sporting Lisbon á Emirates leikvanginum, leikar þar standa 1-1 og samanlagt 3-3 í einvígi liðanna.

Í Ungverjalandi mættust Ferencváros og Bayer Leverkusen. Leverkusen hafði unnið fyrri leik liðanna 2-0 og það sama var upp á teningnum í kvöld. Moussa Diaby og Amine Adli skoruðu mörk Leverkusen í kvöld. Liðið vinnur einvígið 4-0 og verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á morgun.

Á Spáni tóku heimamenn í Real Sociedad á móti Roma. Lærisveinar José Mourinho hjá Roma höfðu unnið fyrri leik liðanna 2-0 og leikur kvöldsins endaði með markalausu jafntefli. Roma er því komið áfram í 8-liða úrslit.

Á Constant Vanden Stock leikvanginum í Belgíu tóku heimamenn í Union Saint Gilloise á móti Union Berlin frá Þýskalandi. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli en í kvöld reyndust heimamenn í Gilloise sterkari aðilinn og unnu að lokum 3-0 sigur.

Liðin sem hafa tryggt sig áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar:

Sevilla
Feyenoord
Manchester United
Juventus
Bayer Leverkusen
Roma
Royale Union Saint Gilloise
Arsenal eða Sporting Lisbon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar