fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Evrópudeildin: Lærisveinar Mourinho áfram í 8-liða úrslit – Framlengt á Emirates í Lundúnum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 21:59

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum af átta leikjum kvöldsins í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar er lokið. Bayer Leverkusen, Roma og Royale Union Saint-Gilloise hafa öll tryggt sér sæti í átta liða úrslitum mótsins eftir úrslit kvöldsins.

Framlengja þarf leik Arsenal og Sporting Lisbon á Emirates leikvanginum, leikar þar standa 1-1 og samanlagt 3-3 í einvígi liðanna.

Í Ungverjalandi mættust Ferencváros og Bayer Leverkusen. Leverkusen hafði unnið fyrri leik liðanna 2-0 og það sama var upp á teningnum í kvöld. Moussa Diaby og Amine Adli skoruðu mörk Leverkusen í kvöld. Liðið vinnur einvígið 4-0 og verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit á morgun.

Á Spáni tóku heimamenn í Real Sociedad á móti Roma. Lærisveinar José Mourinho hjá Roma höfðu unnið fyrri leik liðanna 2-0 og leikur kvöldsins endaði með markalausu jafntefli. Roma er því komið áfram í 8-liða úrslit.

Á Constant Vanden Stock leikvanginum í Belgíu tóku heimamenn í Union Saint Gilloise á móti Union Berlin frá Þýskalandi. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli en í kvöld reyndust heimamenn í Gilloise sterkari aðilinn og unnu að lokum 3-0 sigur.

Liðin sem hafa tryggt sig áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar:

Sevilla
Feyenoord
Manchester United
Juventus
Bayer Leverkusen
Roma
Royale Union Saint Gilloise
Arsenal eða Sporting Lisbon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð