fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Kvenfyrirlitning, kókaín og kynþáttafordómar – Þetta eru stærstu hneykslin

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum BBC eftir að Gary Lineker var tímabundið leystur undan störfum en svo ráðinn á ný.

Lineker var settur til hliðar af BBC vegna ummæla sinna á Twitter um stefnu breskra yfirvalda í útlendingamálum en nú er búið að leysa málin og snýr hann aftur um næstu helgi. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum á eigin vettvangi.

Í tilefni af þessu tók Daily Star saman nokkur af stærstu sjónvarpstengdu hneykslunum í knattspyrnuheiminum.

Kvenfyrirlitning Keys og Gray
Sjónvarpsmennirnir Richard Keys og Andy Gray voru andlit Sky Sports frá 1992 en árið 2011 komu fram ásakanir um kvenfyrirlitningu þeirra.

Eitt tilfellið átti sér stað fyrir allra augum. Þá töluðu þeir Keys og Gray um kvenkyns línuvörðinn Sian Massey-Ellis á niðrandi hátt. Þeir voru leystir undan störfum.

Ósmekklegur brandari Marsh
Marsh var rekinn frá Sky Sports árið 2005 eftir að hafa gert grín að flóðbylgju á Indlandshafi í kjölfar jarðskjálfta.

Árið eftir var hann rekinn frá talkSPORT fyrir að láta fréttaþulu hlæja óstjórnlega á meðan hún sagði fréttir af látnum hermanni.

Kynþáttafordómar Atkinson
Ron Atkinson notaði N-orðið í útsendingu árið 2004 um leikmann.

Hann taldi að slökkt hafi verið á hljóðnema sínum en svo var alls ekki.

Ósmekkleg samlíking
Alan Pardew og BBC þurftu að biðjast afsökunar eftir að hann líkti tæklingu Michael Essien við nauðgun er hann starfaði fyrir Match of the Day.

„Hann gjörsamlega nauðgar honum,“ sagði Pardew.

Grunsamlegur poki
Í Soccer AM árið 2018 stóð poki úr sokk Richard Ashcroft. Umræða fór af stað á samfélagsmiðlum um að þetta væru eiturlyf.

„Númer eitt þá höfum við kókaín ekki átt samband í marga áratugi. Númer tvö, ekki áætla hvað datt úr vasa mínum. Og ekki blanda börnum mínum inn í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?