fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Köstuðu reykhylki að leikmanni Chelsea í stórleik gærdagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykhylki var kastað í Ben Chilwell, leikmann Chelsea, gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær.

Um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum var að ræða. Dortmund hafði unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli en Chelsea fór með 2-0 sigur af hólmi í gær og fer því áfram í 8-liða úrslit.

Raheem Sterling skoraði eina markið í fyrri hálfleik, enski sóknarmaðurinn byrjaði á að hitta ekki boltann en gafst ekki upp og skoraði laglegt mark.

Það var svo í lok fyrri hálfleiks sem Chilwell tók hornspyrnu og stuðningsmenn Dortmund fóru að kasta ýmsum hlutum í hann. Þar á meðal var reykhylki.

Chelsea fékk umdeilda vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn fór þá í hönd varnarmanns Dortmund en eftir ítarlega skoðun í VAR skjánum var vítaspyrna dæmd.

Kai Havertz steig á punktinn en vítaspyrna hans endaði í stönginni. Havertz fékk hins vegar að endurtaka spyrnuna þar sem varnarmenn Dortmund höfðu hlupið inn í teiginn. Havertz fór aftur á punktinn og var ískaldur og skoraði.

Þetta dugði Chelsea til þess að fara áfram og sigurinn gefur Graham Potter byr í seglin í starfi.

Dómarinn fjarlægir reykhylkið sem um ræðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Í gær

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester