Bálreiður stuðningsmaður Tottenham hringdi inn í morgunþátt talkSPORT í gærmorgun og ræddi þar við Lauru Woods, þáttastjórnanda.
Woods er vinsæl fjölmiðlakona í Bretlandi en hún heldur með Arsenal. Eins og flestir vita er mikill rígur á milli Arsenal og Tottenham.
Arsenal er á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City. Liðið vann dramatískan endurkomusigur á Bournemouth um helgina. Tottenham tapaði sama dag fyrir Wolves og er í fjórða sæti.
„Veistu hvað er vandræðalegt að hlusta á ykkur? Við vorum 2-0 undir á móti Bournemouth fyrr á tímabilinu og komum til baka. Þið eruð vandræðalegasta og örvæntingafyllsti stuðningsmannahópurinn. Þið eruð heppnasta félag sem ég veit um,“ var á meðal þess sem stuðningsmaðurinn sagði bálreiður við Woods.
Hún gaf lítið fyrir þetta. „Dan, ég heyrði bara: Blablabla. Við gátum ekki unnið Wolves um helgina svo ég hringi á talkSPORT og tala um frábært tímabil Arsenal.
Hættu að hafa áhyggjur af Arsenal. Hafðu áhyggjur af ykkur.“
Woods skóf ekki af því áður en símtalinu lauk svo.
„Það var æðislegt að tala við þig. Njóttu restarinnar af ömurlega tímabilinu ykkar.“
Þetta athyglisverða spjall má sjá í heild hér að neðan.
Spurs fan: “You #AFC lot are so cringe!” 🤢
Laura: “All I can hear is, ‘waaa waaa!’ Lovely speaking you, enjoy your miserable season.”
This #THFC fan v Laura Woods is iconic. 🔥
Some top level s***housery here 🤣🤣 pic.twitter.com/TfBxN8nQD5
— talkSPORT (@talkSPORT) March 6, 2023