fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Svanhildur: „Þú ert dauður …farinn … horfinn“ – bréfið sem hefur slegið í gegn – „Ég grét mikið og oft“

Skrifar sig í gegnum veikindin – „Mikið varstu forljótur, úfinn og tættur“

Auður Ösp
Mánudaginn 8. febrúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir þínar óvæntu skyndisóknir setti ég allt í lok og læs fyrir þér og hef verið í stanslausri sókn síðan,“ segir Svanhildur Inga Ólafasdóttir, félagsráðgjafi og fimm barna móðir, og ávarpar þar illvígan sjúkdóm sem hún greindist með í júní árið 2015. Um er að ræða brjóstakrabbamein en Svanhildur hefur undanfarna mánuði gengist undir lyfja og geislameðferð, staðráðin í að sigrast á veikindum sínum. Hún ritaði áhrifaríkt kveðjubréf til krabbameinsins á dögunum sem birtist á Fréttavef Suðurlands í tilefni af alþjóðlegum degi gegn krabbameini.

Svanhildur hefur ritað af einlægni um baráttu sína við krabbann á heimasíðu sinni, Svanhildur.net en í samtali við DV.is segir hún að það hafi veitt henni mikla hjálp að skrifa um reynslu sína. „Ég vissi frá upphafi að ég vildi skrifa um það sem ég væri að upplifa í gegnum þetta allt saman enda finnst mér oft betra að koma tilfinningum mínum frá mér með því að skrifa þær niður á blað. Það gaf líka fjölskyldu minni tækifæri á að fylgjast með ferlinu og öllu sem því fylgdi, sérstaklega pabba mínum sem býr erlendis.“

Hún tekur undir að á meðan það skipti gríðarlegu máli að halda í jákvætt viðhorf þegar barist er við erfið veikindi þá hafi hún engu að síður leyft öllum tilfinningum að flakka í skrifum sínum. „Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að þú sért alltaf glaður og jákvæður og ég leyfði alveg neikvæðu tilfinningunum að skína í gegn líka,“ segir hún en hægt er að lesa nánar um reynslu hennar hér

Kveðjubréf til krabba

„Þú komst inn í líf mitt í júní 2015, svo innilega óboðinn og óvelkominn. Hafðir hjúfrað um þig í felum í öðru brjóstinu mínu, lást þar í makindum þínum og stækkaðir hratt. Það kom að því að ég fyndi þig bansettur, enda orðinn ansi stór og pattaralegur og erfitt fyrir þig að felast mikið lengur,“ ritar Svanhildur meðal annars í bréfi sínu. „Ég fékk að sjá þig eftir að læknirinn hafði fjarlægt þig úr skotinu þínu. Mikið varstu forljótur, úfinn og tættur!“

Þá segir hún krabbann hafa hrist rækilega upp í lífi sínu og fjölskyldunnar. „Náðir að hrófla við mér tilfinningalega, ógna öryggi fjölskyldu minnar og hræða bæði okkur hjónin og öll börnin okkar. Varnarmúrinn hrundi í augnablik og ég grét mikið og oft, mér fannst þú stilla mér upp við vegg og ógna lífi mínu.“

Þá segir hún krabbann hafa þurft að gera sér grein fyrir óbilandi keppniskapi hennar: „Þú ert dauður, …farinn, …horfinn. Þú tilheyrir fortíðinni og ég geri ekki ráð fyrir þér í framtíðinni.“

„Sættu þig við það, þú tapaðir! Ég stend upprétt, stolt, reynslunni ríkari, þroskaðri og sterkari en áður,“ segir Svanhildur jafnframt í bréfi sínu til krabbans en það má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“