fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Sigrún var niðurlægð í skóla og brotið á henni – „Ég var hætt að trúa á allt sem ég trúði á, hætt að treysta og orðin óheiðarleg‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 5. mars 2023 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sigurðardóttir er fertug kona úr Reykjavík sem er í bata frá vímuefnavanda.

Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Sigrún átti eðlilega æsku, eins og hún orðar það, á eina eldri systur og foreldrar hennar eru ennþá giftir.

Um 10 ára aldur fór að halla undan fæti í skólanum og Sigrún varð fyrir miklu aðkasti af hálfu kennara sem fundu alltaf eitthvað að henni og hennar verkum.

Strítt út af þyngd

Heima fyrir var sett út á vaxtarlag Sigrúnar og upplifði hún sig því hvergi örugga eða nógu góða.

„Þegar ég var orðin svona 12 ára fóru krakkarnir líka að stríða mér fyrir að vera feit og heima var alltaf verið að pikka í mig út af þyngd minni.‟

Á þessum tíma voru áföll líka sem hún gekk í gegnum og leitaði hún huggunar í mat.

Á unglingsárunum fór hún að drekka áfengi og lenti í árás þar sem eldri strákur braut á henni og niðurlægði fyrir framan skólafélaga hennar.

„Ég var svo drukkin að ég mundi ekki neitt en var sagt frá því í skólanum. Einn strákur í skólanum nefndi þetta stanslaust þar til ég varaði hann við, ef hann myndi ekki hætta þá myndi ég lemja hann, sem ég svo gerði.‟

Árið 2008 hafði Sigrún verið edrú í fjögur ár en komin á fallbraut, hafði einangrað sig til að spila tölvuleik, hætti að stunda fundi og iðka það prógram sem hafði virkað fyrir hana.

Hætt að trúa og treysta

„Ég var hætt að trúa á allt sem ég trúði á, hætt að treysta, orðin óheiðarleg, þénaði peninga óheiðarlega og á endanum datt ég í það, ég ætlaði samt alls ekki að gera það, ‟ segir hún og bætir við að það hafi verið mikill léttir að falla samt eftir svona langan tíma í togstreitu.

Sigrún fór á Krýsuvík árið 2011 og kláraði sex mánuði þar með góðum árangri.

Þrátt fyrir að vera aftur orðin edrú hélt lífið áfram að gerast og árið 2014 hafði hún lent í fjölda áfalla og andlega heilsan ekki góð.

„Ég er með geðhvörf og á þessum tíma var ég mikið að fara í hugrof þar sem ég mundi ekki neitt, hvar ég væri, mundi ekki hvar ég ætti heima eða eftir fólki svo dæmi séu tekin.

Skilaboð lækna voru að ekkert væri hægt að gera svo ég fékk að fara í tvær vikur á Krýsuvík, kúpla mig út og vinna í mínum málum, ‟segir Sigrún og ber þeim vel söguna.

Það má hlusta á viðtalið við Sigrúnu Sigurðardótturí heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“