fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Eitthvað sem hefur sést áður: Klefinn hjá landsliðinu hriplekur – ,,Greinilega einhver mygla í gangi“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs.

Þeir félagar fóru yfir fréttir vikunnar en meðal annars bar á góma það sem kom fram í Handkastinu í vikunni um að klefi landsliðsins í handbolta væri hriplekur. Eitthvað sem þáttastjórnandinn, Benedikt Bóas, er ekki sáttur við. „Mér finnst það nánast dauðasynd. Það sem gerist inn í klefanum á að vera innan klefans,“ sagði hann.

Eyfi tók undir það. „Það hlýtur að vera þannig. En það er greinilega einhver mygla í gangi,“ sagði hann.

Hörður benti á að klefi Manchester United hefði lekið undanfarin ár. „Byrjunarliðin voru jafnvel farin að birtast degi fyrr ef einhver leikmaður var á bekknum. Þá var hann fljótur að koma því á umbann sinn sem lak því í bresku pressuna.

Vonandi samt lærir landsliðið af þessu og það verði hægt að taka samtalið við nýjum þjálfara. Stöndum saman og hættum að senda línur á Arnar Daða,“ sagði Hörður en Arnar Daði stýrir Handkastinu, hlaðvarpinu vinsæla.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
Hide picture