fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Allt fór í háaloft þegar umdeilda atvikið í Breiðholti var rætt – „Dr. Mæk veit allt um heilahristing, Dr. Bullshit eins og ég myndi kalla þig“

433
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Förum aðeins í þetta beef, það kemur mynd á Fótbolta.net af Gísla Eyjólfs að gefa ljósmyndara þeirra puttann. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri, ekki sáttur við þessa hegðun og lætur gamminn geisa,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi Þungavigtarinnar um málefni Gísla Eyjólfssonar, leikmanns Breiðabliks.

Gísli fékk heilahristing í leik gegn Leikni á þriðjudag í kjölfarið gaf hann ljósmyndara Fótbolta.net fingurinn og lét hana heyra það. Frétt Fótbolta.net í kjölfarið varð til þess að Breiðablik sendi frá sér yfirlýsingu og fordæmdi skrif miðilsins.

„Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar, lætur hann aðeins heyra það. Biðst afsökunar og skítur til baka, sumir segja að þetta sé aum afsökunarbeiðni. Er þetta ekki stormur í vatnsglasi?,“ segir Ríkharð í Þungavigtinni.

Meira:
Segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Gísla – ,,Veittist hann með fúkyrðum og merkjasendingum að Jónínu“

Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks og sérfræðingur þáttarins tók þá til máls.

„Þetta skiptir engu máli, Gísli man ekki eftir atvikinu. Þetta er nákvæmlega þannig, Hafliði er í stríði við Breiðablik og hefur verið lengi. Ég veit ekki á hvaða vegferð hann er gegn velgengni Blika,“ segir Kristján Óli.

Mikael Nikulásson hinn sérfræðingur þáttarins segir höfuðhögg varla afsaka hegðun Gísla. „Ég geri mér grein fyrir því, að það er hægt að fá slæm höfuðhögg og muna ekki neitt. Ég hef aldrei séð einhvern fá höfuðhögg og gefa puttann með svip. Alltaf sér maður eitthvað nýtt og þá er hægt að nota það sem afsökun, ef hann veit ekki í þennan heim eða annann þá veit ég ekki hvað menn geta gert. Ég er ekki að stressa mig á þessu, ég vil sjá Gísla Eyjólfsson gera aðeins meira á vellinum. Hann er frábær leikmaður en féll aðeins í skuggann á nokkrum í fyrra, hann var fínn í fyrra en þarf að vera einn af mönnum mótsins í sumar,“ segir Mikael

Kristján Óli var ekki ánægður með greiningu Mikaels. „Dr. Mæk veit allt um heilahristing, Dr. Bullshit eins og ég myndi kalla þig.“

Ríkharð Óskar vildi hrósa báðum aðilum í lok umræðunnar. „Ég ætla að hrósa báðum aðilum, það er alltaf hlýtt viðmót hjá Breiðablik og Fótbolti.net er að vinna frábært starf fyrir fótboltann á Íslandi,“ sagði Ríkharð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift