fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segir að reiðikast Pútíns í sjónvarpsútsendingu sé merki um enn meiri vandamál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkrainu tengir ráðuneytið reiðikast Vladímír Pútíns gegn varaforsætisráðherra sínum í sjónvarpsútsendingu í janúar við vandamál sem er að verða að „krítískum veikleika“ fyrir Rússa.

Það var í janúar sem Pútín húðskammaði Denis Manturov, varaforsætisráðherra, sem ber ábyrgð á vopnaiðnaði landsins. Pútín sakaði hann meðal annars um að „slugsa“.

BBC segir að Pútín hafi eytt mörgum mínútum í að saka Manturov um skriffinsku og tafir við að panta flugvélar fyrir herinn og til borgaralegra nota. „Of langur tími, þetta tekur of langan tíma. Hvað ertu að slugsa? Hvenær verður skrifað undir samningana?“ sagði Pútín.

Varnarmálaráðuneytið segir að þetta sé „eitt mesta reiðikast“ Pútíns síðan stríðið hófst. Segir ráðuneytið að ástæðan fyrir þessari reiði sé að rússneskur vopnaiðnaður anni ekki eftirspurn.

„Háttsettir rússneskir leiðtogar vita líklega að hergagnaiðnaður ríkisins er að verða að krítískum veikleika,“ segir í stöðufærslu ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“