fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fókus

Stefán Þór dáist af samheldni og skipulagi í Japan – „Allt gekk eins og vel smurð vél, nema ég. Ég sat bara stjarfur“

Fókus
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 11:15

Flak JAL123

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef búið í Japan í um 2 ár. Mín reynsla af japanskri menningu og hugarfari er að meiri áhersla sé lögð á að hjálpa öðrum frekar en að hugsa bara um sjálfan sig, “skrifar Stefán Þór Þorgeirsson í nýjasta pistli sínum frá Tókýó, þar sem hann er búsettur. 

Stefán Þór Þorgeirsson

Ég lýsi því stundum þannig að Japanir sjái styrk í fjöldanum á meðan að íslendingar hugsa um einstaklingsframtak.

Mögulega er þetta of mikil einföldun en ég tók eftir þessu sem ungur menntskælingur í Japan árið 2011. Við sátum í skólastofunni, ég og 47 aðrir bekkjarfélagar, þegar ein stelpan varð veik og kastaði upp.

JAL123

Ég starði á það sem gerðist stjarfur og vissi ekki hvað ég gæti gert en í sömu andrá var hálfur bekkurinn staðinn upp. Sumir gengu rösklega út að ná í hjúkrunarfræðing. Aðrir fóru að stelpunni að hjálpa henni. Enn aðrir gengu að ræstingarherberginu og náðu í skúringarfötu og pappírsþurrkur.

Allt gekk eins og vel smurð vél, nema ég.

Ég sat bara stjarfur.

Þessi minning situr í mér sem dæmi um það hvernig Japanir geta sýnt mikla samheldni og skipulagshæfni í viðbragði við óvæntum atburðum.

Einstaklingshyggjan sem við þekkjum á Íslandi hefur líka sína kosti – stundum finnst okkur við geta allt, að við séum ósigrandi í okkar markmiðasetningu – og stundum er þessi ofurtrú nóg til þess að draumar rætist.

Það er þó ekki þannig að annar hugsunarhátturinn sé betri eða verri en hinn, hann er bara öðruvísi.

Semheldni og skipulagshæfni sést á hverjum degi í japönsku samfélagi.

Stundum finnst mér eins og það sé minni bílaumferð í Tokyo heldur en í Reykjavík. Lestirnar eru sjaldan seinar. Göturnar eru hreinar og hvers kyns áreiti á götum úti er nánast óþekkt.

En hvernig er viðbragð Japana við stórslysum? Hugsar fólk ennþá um náungann eða breytist það og hver og einn hugsar aðeins um eigið skinn?

Til eru dæmi um stórar björgunaraðgerðir í Japan. Allt frá jarðskjálfanum 1995 til flóðbylgjunnar og kjarnorkuslyssins í Fukushima 2011.

Í jarðskjálftanum 1995 voru Yakuza glæpasamtökin meira að segja með eigin björgunar- og hjálparsveitir (meira um það í fyrri þáttum Heimsendis um Yakuza).

Þá er talað um að eftir kjarnorkuslysið í Fukushima hafi 50 af þeim 800 starfsmönnum kjarnorkuversins ákveðið að vera eftir í Fukushima til að vinna gegn frekari geislavirkni og mengun.

Hermenn, slökkviliðsmenn og almennir tæknimenn streymdu til Fukushima til að hjálpa, þrátt fyrir miklar líkur á geislaeitrun og langvarandi áhrifum hennar.

Flak JAL123

Japan er sem sagt nokkuð vant því að eiga við náttúruhamfarir og stórslys. En Japanir eru líka stolt þjóð sem hefur brennt sig á því að þiggja ekki utanaðkomandi hjálp þegar hún býðst.

Sú var raunin í stærsta flugslysi Japans – Japan Airlines 123. Nýjasti þáttur Heimsendis fjallar einmitt um flugslys JAL123, aðdraganda þess og afleiðingar.

Það var þann 12. ágúst árið 1985 sem Boeing vél Japan Airlines hélt í sitt síðasta flug frá Tokyo til Osaka.“

Fyrir nánari umfjöllun um slysið er lesendum bent á að hlusta á þáttinn en hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum, þar á meðal á Spotify og Apple Podcasts, sem og á Patreon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín eignaðist fyrsta barnið sitt 16 ára – Hélt ótrauð áfram og er í dag aðjúnkt við Háskóla Íslands

Katrín eignaðist fyrsta barnið sitt 16 ára – Hélt ótrauð áfram og er í dag aðjúnkt við Háskóla Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024