fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Nýtt ofurvopn á leið til Úkraínu – Getur breytt gangi mála

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 06:10

Ground Launched Small Diameter Bomb er öflugt vopn sem mun gagnast Úkraínumönnum vel. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef það er hægt að flýta þessu, þá getur það svo sannarlega breytt stöðunni á vígvellinum.“ Þetta sagði Andriy Zagorodnyuk, fyrrum varnarmálaráðherra Úkraínu að sögn Reuters.

Þarna var hann að ræða um „Ground Launched Small Diameter Bomb“ (GLSDB), sem er meðal þeirra vopna sem eru að finna í nýjasta hjálparpakka Bandaríkjanna til Úkraínu, og afhendingu vopnsins til Úkraínu.

GLSDB eru langdræg flugskeyti. Þau draga allt að 151 km en í dag er HIMARS-kerfið það vopnakerfi, sem Úkraínumenn ráða yfir, sem er langdrægast en það dregur allt að 77 km.

Með GLSDB tvöfaldast drægi vopna úkraínska hersins og hefur það í för með sér að hann getur fræðilega séð gert árásir á skotmörk á öllum þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar hafa hernumið. Þetta mun væntanlega koma sér mjög vel við árásir á birgðaflutningalínur Rússa, skotfærageymslur og stjórnstöðvar hersins og bækistöðvar.

Rússar áttu í miklum vandræðum á síðasta ári eftir að Úkraínumenn fengu HIMARS-kerfi en þau notuðu þeir með mjög góðum árangri til árása á birgðaflutningalínur Rússa. Nú gætu þeir farið að ráðast á flutningslínurnar og önnur skotmörk enn lengra að baki víglínunnar.

Rein Pella, kennari við sænska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Aftonbladet að ef Úkraínumenn geti nú skyndilega gert árásir enn lengra að baki víglínunnar þá verði Rússar að flytja skotfæri sín og hermenn lengra frá fremstu víglínu, hugsanlega allt að 175 km. Þetta sé mikill munur. „HIMARS eyðilagði birgðaflutninga Rússa og hægði á þeim. Þegar Úkraínumenn fá GLSDB verður staðan enn verri,“ sagði hann.

GLSDB er framleitt af SAAB og Boeing. Lítil sprengja er sett á M26-flugskeyti. Eftir að því er skotið á loft þenjast vængir út og flugskeytið ber sprengjuna að skotmarki sínu en GPS er notað til að stýra því á réttan stað. SAAB segir að GLSDB geti hæft skotmark með nokkurra sentimetra nákvæmni. Það er hægt að nota HIMARS-kerfið til að skjóta GLSDB á loft og hægt er að skjóta mörgum á loft samtímis og það á mismunandi skotmörk. Sprengihleðslan er stærri en í venjulegum HIMARS-flugskeytum en GLSDB kostar aðeins um helminginn af því sem HIMARS kostar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
Fréttir
Í gær

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
Fréttir
Í gær

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku