fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Enski bikarinn: Dramatískur sigur Burnley – Grátlegt fyrir Wrexham

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 21:51

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld. Um endurtekna leiki var að ræða.

Burnley vann dramatískan sigur á Ipswich, 2-1. Nathan Tella kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. George Hirst jafnaði fyrir Ipswich á þriðju mínútu. Ansi hressileg byrjun.

Það stefndi í framlengingu þegar Tella skoraði sigurmark Burnley í uppbótartíma.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir Burnley á 84. mínútu.

Sheffield United er komið áfram eftir sigur á Wrexham, sem barðist þó hetjulega. Staðan var 1-1 þar til í uppbótartíma en þá skoraði Sheffield tvö mörk.

Utandeildarlið Wrexham misnotaði vítaspyrnu á 71. mínútu.

Fleetwood og Grimsby eru einnig komin áfram. Fyrrnefnda liðið vann Sheffield Wednesday en það síðarnefnda vann ansi óvæntan stórsigur á B-deildarliði Luton. Grimsby er í D-deild.

Burnley 2-1 Ipswich
1-0 Nathan Tella (1′)
1-1 George Hirst (3′)
2-1 Nathan Tella (90+4′)

Sheffield United 3-1 Wrexham
1-0 Anel Ahmedhodzic (50′)
1-1 Paul Mullin (59′)
2-1 Billy Sharp (90+4′)
3-1 Sander Berge (90+6′)

Fleetwood 1-0 Sheffield Wednesday
1-0 Carlos Mendes Gomes (60′)

Grimsby 3-0 Luton
1-0 Harry Clifton (9′)
2-0 Danilo Orsi-Dadomo (28′)
3-0 Danny Amos (45+5′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum