fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Matur

Svona lítur uppáhalds grautur Möggu Leifs út

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 09:40

Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi sviptir hulunni af uppskriftinni af hennar uppáhalds graut. MYND/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Leifsdóttir, sem ávallt er kölluð Magga Leifs, notar sína styrkleika og gefur af sér til að ná markmiðum sínum sem er að lifa áreynslulausu, heilsusamlegu og ánægjulegu lífi. Magga Leifs er þekkt fyrir sína dásamlegu hollu og góðu rétti og grauta sem hafa slegið í gegn á þeim námskeiðum sem hún hefur haldið. En hún hefur reglulega staðið fyrir námskeiði þar sem þátttakendur hafa verið á hreinu mataræði í 10 daga. Í Fréttablaðinu á dögunum var viðtal við Margrét þar sem hún svipti hulunni af sínum uppáhalds graut sem hún fær sér gjarnan í morgunmat. Það er þess virði að prófa þennan sem gefur fulla orku út í daginn.


Uppáhalds grautur Margrétar

Grautarmix

2 dl hafrar

1 dl hempfræ

½ dl chia fræ

½ tsk. kanill

½ tsk. sjávarsalt

½ tsk. malaðar kardimommur

Þetta á ég í krukku tilbúið, þannig að ég þarf bara að bæta við heitu vatni og tvisti sem tekur enga stund.

Grautur með tvisti

1 ½ dl grautarmix í skál

2 dl heitt vatn bætt í skálina

Mögulega 1-2 litlum dökkum súkkulaðimolum laumað ofan í heitan grautinn

Látið bíða í 3-5 mínútur.

Tvist

Toppað með múslí, möndlusmjöri, smátt skornum epla- eða perubitum, slettu af grískri jógúrt eða kókósjógúrt. Stundum bæti ég frosnum hindberjum við og ef ég ætla að vera sérstaklega flott á því þá set ég þeyttan rjóma í staðinn fyrir gríska.

Þessi grautur er prótínríkur og vel samsettur hvað varðar góða fitu á móti kolvetnum. Þannig að hann hefur góð áhrif á blóðsykurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði