fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Sabitzer verður í Manchester í kvöld – Samþykkti tilboð félagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 17:15

Marcel Sabitzer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Sabitzer hefur samþykkt samningstilboð Manchester United. Nú þarf enska félagið hins vegar að semja við Bayern Munchen um að fá kappann. Hann færi á láni til United.

Erik ten Hag reynir að styrkja miðsvæði sitt í kjölfar meiðsla Christian Eriksen og gæti hinn 28 ára gamli Sabitezer reynst lausn í þeim efnum.

Sabitzer hefur mikinn áhuga á því að vinna með Ten Hag. Hann mun vera í Manchester í kvöld ef ske kynni að félögin tvö nái saman svo skiptin náist í gegn.

Sabitzer gekk í raðir Bayern fyrir síðustu leiktíð.

Uppfært 17:25
Það eru allar líkur á að samningar á milli United og Bayern muni nást. Sabitzer er á leið til Manchester að ganga frá skiptum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur