fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 13:00

Vilhjálmur Árnason. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík, tæplega 3600 manna bæjarfélag á Suðurnesjum, hefur mátt þola margt síðastliðin ár. Heimsfaraldur kórónuveiru lét bæjarbúa ekki afskipta frekar enn aðra landsmenn, því til viðbótar gátu bæjarbúar lagt bílnum og látið hvern jarðskjálftann á fætur öðrum hrista sig til vinnu og verslunarferða, svo fremi sem samgöngutakmarkanir og tveggja metra reglur leyfðu. Að lokum fór svo að jörð gaf undan og það gaus í námunda við bæinn og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. 

Allt í einu vissi hvert mannsbarn á landinu og víðar hvar Grindavík er á landakortinu, Geldingadalir og Fagradalsfjall fengu sinn stað í sögubókum og misvel skóaðir og girtir ferðamenn lögðu á sig mislangar bílalestir og gönguleiðir til að bera eldgos augum. Rúsínan í pylsuendanum voru svo eilífar allra lita viðvaranir og válynd veður sem ollu því að marga daga var ófært til bæjarins. Rafmagnsleysi og heitavatnsleysi sökum bilana hjá HS veitum varð svo til að toppa gleðina.

Grindvíkingar eru þó öllu vanir og standa saman þegar bjátar á og líka þegar stund er til að skála, dansa og torga þorramat. Á laugardagskvöld var loksins komið að árlegu Þorrablóti Grindvíkinga sem fjölmenntu í íþróttahúsið til að sýna sig og sjá aðra, sem þeir sjá alla daga í Nettó þar sem oft barist er um síðasta brauðbitann. Í myndbandinu taka nokkrir meðlimir þorrablótsnefndar sig til og grínast með nokkra bæjarbúa sem sumir eru þekktir utan bæjarmarkanna. Einn þeirra er Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í Grindavík og sýnir þingmaðurinn og ritarinn á sér nýja hlið þegar hann leikur og gerir grín að sjálfum sér. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá tilburði Vilhjálms, sem virðist þó hafa þurft fleiri enn eina töku til að klára verkefnið. (Atriðið byrjar á mínútu fjögur).

Bæjarpólitík, ferðamenn, matvöruverslun Nettó sem er eina matvörubúð bæjarins, Terra og yfirfullar ruslatunnur eru á meðal þess sem ber á góma í myndbandinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli