fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 10:30

Kristín Sif og Hrönn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sigurðardóttir, afrekskona í ólympíufitness og eigandi verslunarinnar BeFit, berst nú við skætt fjórða stigs krabbamein. Var hún útnefnd manneskja vikunnar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Kristín Sif vakti jafnframt athygli á átakinu og myllumerkinu #einnfyrirhronn sem vinir Hrannar í fitness-heiminum byrjuðu með nýlega til að standa við bakið á Hrönn.

„Ef þú ert í ræktinni í dag og þetta er orðið erfitt þá tekuru einn fyrir Hrönn,“ sagði Kristín Sif. „Þeir sem þekkja Hrönn vita að hún er framúrskarandi manneskja. Hún er ein af okkar allra bestu konum í fitness. Hún er ein af þremur sem hafa orðið atvinnumenn í þessu sporti á Íslandi.“

„Þeir sem þekkja Hrönn vita að hún er algjör húmoristi. Hún er svo mikil baráttukona, hún er svo ógeðslega þrautseig og ógeðslega mikill töffari að hún er klárlega manneskja vikunnar hjá mér,“ sagði KristínSif  áður en hún gat ekki lengur haldið aftur af tárunum.

„Ég vissi að þetta myndi gerast, ég vissi að ég myndi fara að gráta,“ sagði Kristín þá í gegnum tárin.

Þeir sem vilja leggja Hrönn lið geta lagt inn á reikning sem er á nafni Heiðrúnar, systur Hrannar:

Kennitala: 290482-3809
Banki: 0511-14-031999

Hér má hlusta á Kristínu Sif segja frá manneskju vikunnar á K100.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni