fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Hafður að háði og spotti eftir þetta athæfi sitt í gærkvöldi – Fólk er á einu máli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sam Surridge hélt að hann hefði jafnað metin gegn Manchester United í undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum í gær. Markið var hins vegar dæmt af vegna naumrar rangstöðu.

Um fyrri leik liðanna var að ræða. Marcus Rashford hafði komið United yfir snemma leiks en það var um miðjan fyrri hálfleik sem Surridge kom boltanum í netið eftir sendingu Morgan Gibbs-White.

Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Notast var við myndbandsdómgæsluna, VAR.

Surridge ákvað að fagna að hætti Cristiano Ronaldo gegn gamla félagi portúgölsku stórstjörnunnar.

Það kom hins vegar ansi illa út þegar markið var dæmt af. Höfðu stuðningsmenn United ansi gaman að og hefur stólpagrín verið gert að Surridge síðan atvikið átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy