fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Víkingar kaupa Svein Gísla frá ÍR – Danskur markvörður til Keflavíkur

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 12:42

Kári Árnason og Sveinn Gísli / Mynd: Víkingur Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg um að vera á íslenska félagsskiptamarkaðnum þessa stundina. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur hafa fest kaup á varnarmanninum Sveini Gísla Þorkelssyni frá ÍR. Þá hafa Keflvíkingar samið við danska markvörðinn Mathias Rosenorn.

Sveinn Gísli er fæddur árið 2003 og spilaði 15 leiki með ÍR á síðasta tímabili í 2. deildinni, í þeim leikjum skoraði hann 3 mörk. Hann gerir fjögurra ára samning við Víking Reykjavík.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi er ánægður með að hafa náð að landa leikmanninum.

„Sveinn Gísli er mjög spennandi leikmaður sem hefur mikinn hraðar, styrk og er góð viðbót við frábæran hóp Víkings. Við bindum miklar vonir við hann í framtíðinni.“

Þá hafa Keflvíkingar nælt í danska markvörðinn Mathias Rosenorn. Mathias er 29 ára gamall og kemur á frjálsri sölu til félagsins. Hann var síðast á mála hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum en samningur hans við félagið rann út um síðustu áramót.

Mathias er uppalinn hjá Esbjerg í Danmörku og hefur lengst af á sínum ferli spilað með liðum í heimalandinu á borð við Brabrand IF, Skive IK og Thisted FC.

Í Færeyjum varð Mathias tvöfaldur landsmeistari með KÍ Klaksvík, tímabilin 20/21 og 21/22.

„Hann er fæddur 1993 og hefur leikið með Klaksvik í Færeyjum undanfarin 3 àr og unnið þar allt með þeim og var þar valinn besti markvörðurinn í deildinni. Hann lék með þeim í Evrópukeppni síðasta ár og stóð sig frábærlega. Við erum svo sannarlega spennt að fà Mathias til okkar í deild þeirra bestu,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Keflavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“