fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Rýfur þögnina eftir að eigin­maður hennar var hand­tekinn nokkrum dögum eftir að móðir hennar lét lífið – „Hef misst einu tvær stoðirnar í mínu lífi“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 13:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigin­kona brasilíska knatt­spyrnu­mannsins Dani Al­ves, sem nú situr í fangelsi á meðan að rann­sókn á meintu kyn­ferðis­broti hans fer fram, tjáir sig nú í fyrsta skipti opin­ber­lega eftir að Al­ves var hand­tekinn.

Hin 29 ára gamla Joana Sanz er eigin­kona Al­ves en í færslu á sam­fé­lags­miðlum segist hún hafa misst tvær stoðir í sínu lífi á að­eins nokkrum dögum.

Þannig er mál með vexti að nokkrum dögum fyrir hand­töku Dani Al­ves lést móðir Joana en hún hafði verið að berjast við krabba­mein. Joana hefur áður gagn­rýnt heil­brigðis­yfir­völd í heima­landi móður hennar fyrir sinnu­leysi er við kom hennar um­önnun og í nýjustu færslu sinni biður hún um að einka­líf sitt sé virt.

„Ég bið fjöl­miðla sem eru að bíða fyrir utan heimili mitt að virða frið­helgi einka­lífs míns. Móðir mín lést fyrir viku og ég er rétt byrjuð að með­taka þá stað­reynd að hún sé ekki lengur hjá mér þegar að ég byrja að kveljast yfir að­stæðum eigin­manns míns. Ég hef misst einu tvær stoðirnar í mínu lífi.“

Biðst afsökunar eftir að hafa virt sjónarhorn þolenda að vettugi vegna þess að vinur hans átti í hlut – „Svona brot ætti að fordæma“

Dani Al­ves situr nú í fangelsi grunaður um kyn­ferðis­of­beldi gegn konu á skemmti­stað. Rann­sókn á málinu stendur yfir en brot Al­ves er sagt hafa átt sér stað á skemmti­stað í Barcelona en Al­ves lék um ára­bil með knatt­spyrnu­fé­lagi borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea