fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
433Sport

Biðst afsökunar eftir að hafa virt sjónarhorn þolenda að vettugi vegna þess að vinur hans átti í hlut – „Svona brot ætti að for­dæma“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska knatt­spyrnu­goð­sögnin Xavi, nú knatt­spyrnu­stjóri spænska stór­veldisins Barcelona hefur beðist af­sökunar á um­mælum sínum um fyrrum leik­mann og sam­herja sinn hjá fé­laginu, Dani Al­ves sem situr nú í fangelsi grunaður um kyn­ferðis­of­beldi gegn konu á skemmti­stað.

Rann­sókn á málinu stendur yfir en brot Al­ves er sagt hafa átt sér stað á skemmti­stað í Barcelona en Al­ves lék um ára­bil með knatt­spyrnu­fé­lagi borgarinnar.

Dani Alves handtekinn vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi

Fyrir leik Barcelona og Geta­fe í spænsku úr­vals­deildinni á dögunum lét Xavi hafa það eftir sér í við­tali að hann fyndi til með Al­ves.

„Það er erfitt að kommenta á svona hluti. Ég er hissa á þessu, í sjokki. Nú er þetta spurning um rétt­læti. Rétt­læti mun ná fram að ganga sem hver niður­staðan verður. Ég finn mjög til með Dani.“

Degi eftir um­mæli sín í við­tali sá Xavi sig til­neyddan til

„Mig langar að út­skýra það sem ég sagði í gær,“ sagði Xavi. „Ég held að það sem ég átti við hafi verið mis­skilið. Ég gekk ekki nógu sterk­lega fram með orðum mínum.

Ég sleppti sjónar­horni þol­enda og ég tel að öll svona brot ætti að for­dæma. Hvort sem Dani eða ein­hver annar á í hlut. Ég kom þessu ekki nægi­lega vel frá mér og ég bið þolandann og þol­endur kyn­bundins of­beldis og þessarar tegundar kyn­ferðis­brota af­sökunar.

Að þessu sögðu þykir mér leitt að Dani skyldi hafa getað gert svona hlut. Ég er hneykslaður. Allur minn stuðningur er við þolandann í málinu. Í gær hafði ég ekki rétt fyrir mér, fékk á mig mikla gagn­rýni og ég skil það vel.“


                        
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fóru að skellihlæja eftir ummæli Keane um Guardiola – Steinum kastað úr glerhúsi

Fóru að skellihlæja eftir ummæli Keane um Guardiola – Steinum kastað úr glerhúsi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni Ben fullyrðir að margar fréttir muni berast af stóra málinu í Laugardal á næstunni

Bjarni Ben fullyrðir að margar fréttir muni berast af stóra málinu í Laugardal á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enski bikarinn: Ake kláraði Arsenal á Etihad

Enski bikarinn: Ake kláraði Arsenal á Etihad
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti átt framtíð fyrir sér á Old Trafford eftir frábæra lánsdvöl

Gæti átt framtíð fyrir sér á Old Trafford eftir frábæra lánsdvöl
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal fá gleðifréttir – Martinelli að skrifa undir

Stuðningsmenn Arsenal fá gleðifréttir – Martinelli að skrifa undir
433Sport
Í gær

Sigurður dæmdur í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið

Sigurður dæmdur í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið
433Sport
Í gær

Ótrúleg frásögn: Fékk nóg af því að kynnast stelpum á djamminu eftir að þetta kom upp – Sneri sér alfarið að vændiskonum

Ótrúleg frásögn: Fékk nóg af því að kynnast stelpum á djamminu eftir að þetta kom upp – Sneri sér alfarið að vændiskonum
433Sport
Í gær

Emelía æfir með Bayern Munchen

Emelía æfir með Bayern Munchen