fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Tókust hart á í setti um baráttu Arsenal og Manchester City – ,,Furða mig á því að við séum að tala um þá í þessu samhengi“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carrag­her, fyrrum leik­maður Liver­pool og nú­verandi sér­fræðingur Sky Sports í tengslum við enska boltann telur að Arsenal muni standa uppi sem Eng­lands­meistari á yfir­standandi tíma­bili.

Skytturnar frá Norður-Lundúnum hafa verið á mögnuðu skriði á þessu tíma­bili, að­eins tapað einum leik í deildinni og sitja nú á toppi ensku úr­vals­deildarinnar með fimm stiga for­skot og leik til góða á Manchester City.

Jamie Carrag­her og Gary N­evil­le, sér­fræðingar Sky Sports voru í gær látnir spá í spilin fyrir loka­hnykk deildarinnar.

Carrag­her taldi Arsenal enda uppi sem Eng­lands­meistari á meðan að Gary N­evil­le telur að Manchester City muni klára dæmið.

,,Fyrir mitt leiti hvað Arsenal varðar þá snýst þetta ekki að­eins um bilið í stiga­fjölda liðanna heldur einnig frammi­stöðu þeirra í stóru leikjunum,“ sagði Carrag­her og hélt á­fram. ,,Ef við förum aftur til fyrstu leikjanna eftir HM þá gengu þeir frá Brig­hton, gerðu jafn­tefli við New­cast­le sem er með bestu vörn deildarinnar og náðu sér yfir línuna gegn Manchester United.“

N­evil­le var ó­sam­mála kollega sínum í setti.

,,Ég er spurður að þessu á svona tíu mínútna fresti þessa dagana. Jafn­vel Arsenal stuðnings­menn hljóta að vera orðnir þreyttir á að fá svona spurningar.

Við erum ekki komin nógu langt inn í tíma­bilið til þess að fara í vanga­veltur um hvar titillinn muni enda. Ef ég lít bara aftur til minna daga sem leik­maður Manchester United þá finnst mér Manchester City ekki verið komið í sinn efsta gír.

Þegar að vélin fer hins vegar að malla munu þeir elta Arsenal uppi. Það hefur ekki alltaf gengið upp í sögunni. Black­burn náði að halda okkur (Manchester United) fyrir aftan sig á sínum tíma, New­cast­le náði því ekki. Loka­spretturinn að titlunum hefst ekki fyrr en um níu leikir eru eftir.“

N­evil­le hefur starfað sem sér­fræðingur í kringum þrjá leiki hjá Arsenal eftir að enska úr­vals­deildin fór aftur af stað eftir HM og þetta er hans mat:

,,Þeir hafa heillað mig í hvert einasta skipti…Ég hef verið yfir mig hrifinn af þeim en með þessa ungu leik­menn held ég að þeir klári þetta ekki. Ég furða mig í raun á því að við séum að tala um þá í þessu sam­hengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park