fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Þessir þykja líklegastir til að taka við Everton – Snýr goðsögn aftur í Guttagarð?

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 17:30

Frank Lampard / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton er enn á ný í leit að knatt­spyrnu­stjóra eftir að Frank Lampard var rekinn úr stöðu knatt­spyrnu­stjóra fé­lagsins fyrr í dag, innan við ári frá því að hann tók við stjórnar­taumunum í Gutta­garði.

Frammi­staða E­ver­ton á yfir­standandi tíma­bili hefur ekki staðist væntingar. Fé­lagið situr í 19. sæti eftir tuttugu um­ferðir, sem er jafn­framt fall­sæti, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni og með að­eins þrjá sigra á yfir­standandi tíma­bili.

Síðasti naglinn í kistu Lampard hjá E­ver­ton kom um ný­liðna helgi er liðið tapaði á móti keppi­nautum sínum í fall­bar­áttunni, West Ham United með tveimur mörkum gegn engu.

For­ráða­menn fá smá and­rými, samt ekki mikið, til þess að ráða inn nýjan knatt­spyrnu­stjóra þar sem næsti leikur E­ver­ton í ensku úr­vals­deildinni er þann 4. febrúar næst­komandi gegn topp­liði Arsenal.

Nú þegar eru veð­bankar farnir að velta vöngum yfir því hver komi til með að taka við stjórnar­taumunum hjá fé­laginu og eru þar mörg kunnug­leg nöfn nefnd til sögunnar.

Sá þjálfari sem veð­bankar telja lík­legastan til þess að taka við stjórn liðsins er Sean Dyche, fyrrum stjóri Jóhanns Bergs Guð­munds­sonar hjá Burnl­ey. Dyche þekkir erfiðið á Eng­landi vel eftir tíma sinn hjá Burnl­ey þar sem að hann gerði flotta hluti við oft á tíðum erfiðar að­stæður.

Næstur á eftir honum er Argentínu­maðurinn Marcelo Bielsa nefndur til sögunnar. Bielsa er afar reynslu­mikill stjóri með gott orð­spor en hann er maðurinn sem kom Leeds United aftur upp í deild þeirra bestu. Hann var hins vegar látinn fara frá fé­laginu á síðasta tíma­bili eftur magurt gengi Leeds en ljóst er að þarna er afar reynslu­mikill stjóri á lausu.

Marelo Bielsa/ Getty Images

David Moyes, nú­verandi knatt­spyrnu­stjóri West Ham United, er þá orðaður við endur­komu til E­ver­ton þar sem hann var stjóri á árunum 2002-2013 við góðan orð­stír þar sem að kallið kom að lokum frá Manchester United árið 2013 og Moyes ráðinn eftir­maður Sir Alex Fergu­son.

Þá er goð­sögn í sögu fé­lagsins, fyrrum marka­hrókurinn Wa­yne Roon­ey, orðaður við endur­komu í Gutta­garð. Roon­ey hefur verið að gera flotta hluti á sínum þjálfara­ferli en nú er hann þjálfari banda­ríska liðsins DC United og þjálfar þar meðal annars Ís­lendinginn Guð­laug Victor Páls­son.

Wayne Rooney / Getty Images

Roon­ey skaust fyrst upp á sjónar­sviðið sem knatt­spyrnu­maður hjá E­ver­ton og á hann í góðum tengslum við bæði fé­lagið og stuðnings­menn þess.

Aðrir þjálfarar sem nefndir eru til sögunnar í þessum efnum eru Nuno Espi­rito Santo, fyrrum stjóri Wol­ves og Totten­ham, Dun­can Fergu­son, vel þekkt stærð hjá E­ver­ton bæði sem leik­maður og þjálfari og Sam Allar­dyce, konungur fall­bar­áttunnar á Eng­landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“