fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Guðni lofsyngur Arsenal – „Þar á bæ ákvað fólk greinilega að vinna eftir einhverju langtímaplani“

433
Sunnudaginn 22. janúar 2023 11:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.

Enski boltinn var til umræðu. Guðni heldur með Manchester United en er mjög hrifinn af því sem er í gangi hjá toppliði Arsenal.

„Ég dáist að Arsenal. Þar á bæ ákvað fólk greinilega að vinna eftir einhverju langtímaplani. Gefa Arteta smá tíma til að búa til lið. Auðvitað fá þeir leikmenn til sín. Það er happdrættisvinningur að fá Ödegaard en það koma líka leikmenn úr unglingastarfinu þar,“ segir forsetinn.

„Það er nánast borin von að United beri sigur úr býtum í deildinni en sem almennur áhugamaður um knattspyrnu vona ég að það verði Arsenal. Það er hluti af þessu sporti að peningar geta skipt sköpum. Ég er ekki að segja að Arsenal sé lítið félag en þeir eru samt ekki vaðandi í seðlum eins og ónefnd önnur lið þarna. Ég held það verði gott fyrir íþróttina að þeir nái að fara alla leið.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
Hide picture