fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Bruno viðurkennir að hafa íhugað að yfirgefa Manchester United – ,,Er einhver framtíð hérna?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. janúar 2023 17:14

Bruno Fernandes og Mo Salah

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, viðurkennir að hann hafi íhugað að yfirgefa félagið í fyrra er framtíðin var óljós.

Þetta var á þeim tíma er Ralf Rangnick var stjóri Man Utd en hann náði alls ekki góðum árangri og var fljótt látinn fara.

Gengi Rauðu Djöflana var alls ekki gott á síðasta tímabili en Erik ten Hag er nú tekinn við og er útlitið ansi bjart á Old Trafford.

Fernandes vildi fá að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér í Manchester áður en hann krotaði undir samning til ársins 2026.

,,Ég ræddi við félagið á síðasta ári þegar allir vissu að Ralf Rangnick væri ekki framtíðarstjóri liðsins,“ sagði Fernandes.

,,Ég sagðist geta verið lausn liðsins og vildi hjálpa en vildi einnig vita hvert væri haldið, hvort það væri eitthvað plan, er einhver framtíð hérna?“

,,Þetta var áður en ég skrifaði undir nýjan samning, augljóslega skipta peningarnir miklu máli, enginn getur neitað því, þú vilt alltaf það besta fyrir sjálfan þig.“

,,Á þessum tíma var ég góður peningalega séð og vildi ekki skrifa undir nýjan samning án þess að vita framtíðarstefnu félagsins. Ég vildi vita hvert við værum að fara. Ég vildi vita hvort við ættum einhverja framtíð saman.“

,,Ég vildi vita hvað félagið væri á eftir. Vildi félagið elta bikara og byggja eitthvað upp til að komast í Meistaradeildina?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift