fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Shakira lætur fyrrverandi og nýju kærustuna hans heyra það

Fókus
Föstudaginn 13. janúar 2023 12:29

Shakira, Gerard Piqué og Clara Chia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Shakira sendir fyrrverandi eiginmanni sínum, Gerard Piqué, væna pillu í nýju lagi.

Gerard er fyrrum leikmaður Barcelona, hann spilaði síðasta leik sinn í nóvember síðastliðnum.

Hjónin skildu í fyrra eftir 11 ára hjónaband. Sögusagnir um framhjáhald Gerard hafa verið á kreiki síðan þá og hefur söngkonan sterklega gefið það í skyn á samfélagsmiðlum. Hann er sagður hafa haldið framhjá Shakiru með nýju kærustu sinni, Clöru Chiu Marti. En það kom upp myndband á yfirborðið af Clöru á heimili Shakiru og Gerard, sem var tekið upp tíu mánuðum áður en þau skildu.

Shakira er 45 ára, Gerard er 35 ára og nýja kærastan, Clara Chia Marti, er 23 ára.

Söngkonan gaf út nýtt lag í gær og það er óhætt að segja að lagið sé um fyrrverandi eiginmann hennar.

„Gangi þér vel með þennan staðgengil minn / Ég veit ekki einu sinni hvað gerðist fyrir þig […] Ég er virði tveggja 22 [ára] / Þú skiptir út Ferrari fyrir Twingo / Þú skiptir út Rolex úri fyrir Casio […] Ég er of góð fyrir þig og þess vegna ertu með einhverri sem er alveg eins og þú.“

Shakira og Gerard eiga saman tvo syni, Milan, 9 ára, og Sasha, 7 ára.

Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“