fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Segir þetta verst við athæfi KSÍ sem nú er á allra vörum – „KSÍ á að hafa vitsmuni í það“

433
Laugardaginn 7. janúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Birgir Gunnarsson settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Þar var einnig Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.

Skýrsla Grétars Rafns Steinssonar sem hann gerði á sex mánaða tíð sinni hjá KSÍ um starf sambandsins hefur verið á allra vörum.

Hörður gagnrýnir viðbrögð KSÍ við birtingu hennar.

„Mér finnst viðbrögð KSÍ við að þessi skýrsla hafi farið í lofið lélegur varnarleikur. Skýrslan hafði legið inn á borði formanns og framkvæmdastjóra í að verða sex mánuði og safnað ryki þegar Jörundur fær hana í hendurnar í nóvember og fer að skoða þetta.

Það er enginn að spá í neinu. Það er enginn að halda því fram að allt sem Grétar skrifi sé heilagur sannleikur en allavega að KSÍ hafi stundum þor í það að ræða hlutina, ekki bara henda þessu niður. Grétar var ráðinn í starfið með einhverjum tilgangi,“ segir Hörður.

„Mér fannst verst þegar þau fara að kalla þetta greinagerð eða hugleiðingar. Þetta er ekkert annað en skýrsla frá sérfræðingi um starfið hjá KSÍ. KSÍ á að hafa vitsmuni í það að nýta þetta. Það þarf ekki að nota allt, allavega ræða þetta.“

Henry tók í sama streng. „Vertu flottur og auðmjúkur gegn þessu, ekki gera lítið úr þessu.“

„Fótboltinn á Íslandi er ekki það vel staddur að við getum tekið svona plagg og sturtað því í klósettið,“ segir Hörður að endingu.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
Hide picture