fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Flugskeyti sprakk rétt hjá sjónvarpsmönnum – Myndband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 06:58

Þeir rétt sluppu. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að franskir sjónvarpsmenn hafi sloppið naumlega í gærkvöldi þegar þeir voru að undirbúa beina útsendingu frá Úkraínu. Flugskeyti sprakk rétt hjá þeim skömmu áður en útsendingin hófst.

„Við erum enn í áfalli og skjálfandi en við erum örugg núna,“ sagði Paul Gasnier, fréttamaður, í beinni útsendingu í þættinum Quotidien skömmu eftir sprenginguna.

Quotidien er vinsæll þáttur í Frakklandi og í gær var bein útsending frá Krematorsk í austurhluta Úkraínu. Um fimm mínútum áður en útsendingin hófst sprakk flugskeyti nokkur hundruð metrum aftan við sjónvarpsmennina.

Allt náðist þetta á upptöku sem var síðan sýnd í þættinum í gærkvöldi. Þar sést Gasnier standa með hljóðnemann og undirbúa sig undir að svara spurningum þegar há sprenging heyrist skyndilega og eldhaf blossar upp fyrir aftan hann.

Úkraínskir fjölmiðlar segja að um rússneskt flugskeyti hafi verið að ræða en það hefur ekki verið staðfest opinberlega.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af sprengingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt