fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Baunar á fyrrum leikmann Man Utd sem lét félagið heyra það – ,,Þú varst ekki nógu góður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 31. desember 2022 16:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, hefur svarað öðrum fyrrum leikmanni liðsins, Jesse Lingard.

Lingard ásakaði Man Utd um vanvirðingu í vikunni og gagnrýndi vinnubrögð félagsins áður en hann yfirgaf liðið endanlega fyrir Nottingham Forest.

Lingard sagðist aldrei hafa fengið nein svör varðandi sitt hlutverk hjá félaginu og ákvað loksins að kveðja.

Parker er ósáttur með þessi ummæli Lingard og segir það augljóst að hann hafi einfaldlega ekki verið nógu góður fyrir Rauðu Djöflana.

,,Jesse Lingard var alls ekki vanvirtur hjá Manchester United og að hann skuli segja það er algjörlega rangt,“ sagði Parker.

,,Hann er uppalinn þarna og nú er hann að vanvirða félagið frekar en að horfa í spegil. Jesse var ekki nógu góður fyrir Man Utd og hann þarf að sætta sig við það frekar en að ásaka félagið um hitt og þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum