fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Gakpo staðfestir að þetta hafi haft mikil áhrif á ákvörðun hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo hefur staðfest það við fjölmiðla að Virgil van Dijk eigi stóran þátt í því að hann sé að ganga í raðir Liverpool.

Hinn 23 ára gamli Gakpo kemur til Liverpool frá PSV. Enska félagið borgar í heildina um 45 milljónir punda en 37 milljónir strax.

Kappinn hafði verið sterklega orðaður við Manchester United en hann endar á Anfield.

Það hefur mikið verið í fréttum að Van Dijk hafi haft áhrif á það að Gakpo valdi Liverpool er þeir voru saman með hollenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.

„Við töluðum mikið saman í síma undanfarna daga,“ segir Gakpo.

„Hann sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig á þessum tímapunkti til að þróa mig sem leikmaður og verða betri. Hann sagði mér að félagið væri risastórt en líka eins og fjölskylda. Það er mjög mikilvægt fyrir mig.“

Gakpo hlakkar til að spila með Van Dijk.

„Ég er ánægður að hann sé hér. Hann getur hjálpað mér með margt. Ég er svo þakklátur fyrir að vera kominn hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða