Harry Kane, leikmaður Tottenham, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Brentford í gær.
Tottenham spilaði við Brentford í ensku úrvalsdeildinni og í sínum fyrsta leik síðan deildin fór aftur af stað eftir HM í Katar.
,,Þú brást landinu þínu,“ öskruðu stuðningsmenn Brentford á Kane og áttu þar við atvik sem gerðist einmitt á HM.
Kane klikkaði á mikilvægri vítaspyrnu í 8-liða úrslitum HM gegn Frökkum sem hefði getað tryggt Englendinum framlengingu.
Kane lét það lítið á sig fá og skoraði í leiknum í gær en hann lagaði stöðuna í 2-1 í seinni hálfleik.
Tottenham slapp að lokum með stig úr leiknum sem endaði 2-2 en Pierre Emile Hojbjerg sá um að skora jöfnunarmarkið.