fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Alfons skrifar undir í hollensku úrvalsdeildinni

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 19:40

Alfons Sampsted

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur gert samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente.

Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins en Alfons hefur undanfarnar vikur verið án félags.

Samningur leikmannsins við Bodo/Glimt í Noregi var runninn út og voru mörg lið að skoða hans mál.

Alfons er 24 ára gamall hægri bakvörður en hann lék með Bodo frá 2020 og náði mögnuðum árangri.

Alfons varð norskur meistari með Bodo og náði liðið einnig frábærum sprett í Evrópukeppni.

Twente er nokkuð sögufrægt félag í Hollandi og hafnaði í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum