fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Stærsti kórónuveirufaraldurinn til þessa – Reikna með 5.000 dauðsföllum á sólarhring

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 20:00

Veiran hefur borist í mörg þúsund manns. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðu greiningar enska rannsóknarfyrirtækisins Airfinity þá má reikna með að ein milljón Kínverja smitist af kórónuveirunni daglega og að um 5.000 látist daglega af hennar völdum.

Þetta eru þær tölur sem blasa við þegar Kínverjar fara inn í það sem er talið vera stærsti faraldur veirunnar í heiminum til þessa að sögn Bloomberg.

Segir Bloomberg að ástandið geti orðið enn verra fyrir þetta fjölmenna ríki en þar búa um 1,4 milljarðar.

Í greiningunni segir að í janúar geti dagleg smit verið um 3,7 milljónir og í mars verði þau komin í 4,2 milljónir.

Á miðvikudaginn sögðu kínversk yfirvöld að 2,996 ný tilfelli hefðu greinst og að 10 hefðu látist af völdum COVID-19 frá því í byrjun desember.

Tedos Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, hvatti í gær kínversk stjórnvöld til að veita nákvæmar upplýsingar um stöðu mála í landinu af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það