Randal Kolo Muani var ekki lengi að nýta tækifærið í kvöld er hann kom inná sem varamaður fyrir Frakkland á HM.
Muani er 24 ára gamall sóknarmaður og kom við sögu þegar 78 mínútur voru komnar á klukkuna.
Aðeins mínútu seinna var Muani búinn að koma Frökkum í 2-0 en andstæðingurinn var Marokkó í undanúrslitum.
Theo Hernandez hafði komið Frökkum yfir snemma leiks en Muani sá um að gulltryggja sigurinn.
Hér má sjá mark hans í kvöld.
Frakkar komnir í 2-0 með marki frá Randal Kolo Muani á 80.mínútu pic.twitter.com/UT376qFHJ6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022