fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Veðbankar telja allar líkur á að öskubuskuævintýrið taki enda í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland og Marokkó mætast í seinni undanúrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld. Fyrrnefnda liðið er talið mun sigurstranglegra.

Liðið sem sigrar mætir Argentínu í úrslitaleiknum á sunnudag. Það varð ljóst eftir að Lionel Messi og félagar unnu þægilegan 3-0 sigur á Króatíu í gærkvöldi.

Samkvæmt stuðlum Lengjunnar eru allar líkur á að Frakkar verði andstæðingar Argentínumanna í úrslitaleiknum.

Stuðullinn á að Frakkland sigri Marokkó í venjulegum leiktíma í kvöld er aðeins 1,48. Stuðullinn á að Marokkó sigri í venjulegum leiktíma er hins vegar 5,78.

Loks er stuðullinn á jafntefli eftir venjulegan leiktíma 3,44.

Þó svo að líkurnar séu ekki með þeim hafa Marokkóar gert ótrúlega hluti á HM til þessa. Þeir hafa unnið lið á borð við Spán og Portúgal á leið sinni í undanúrslitin.

Leikur Frakklands og Marokkó hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands