fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Allt er þegar þrennt er – Kristinn Freyr aftur heim í Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 15:24

Kristinn þegar hann gekk í raðir Vals árið 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn aftur í raðir Vals og verður kynntur sem leikmaður félagsins á allra næstu dögum.

Þetta herma öruggar heimildir 433.is en Kristinn lék með FH síðasta árið en snýr nú aftur í Val.

Heimir Guðjónsson sem tók við FH á dögunum tók þá ákvörðun fyrir ári síðan að losa sig við Kristin Frey frá Val.

Strax og Heimir tók við FH á dögunum fóru af stað kjaftasögur um að Kristinn færi frá félaginu og nú er það raunin.

Kristinn sem verður 32 ára á næsta ári lék 29 leiki með FH í deild og bikar í sumar og skoraði í þeim leikjum fjögur mörk.

Arnar Grétarsson tók við þjálfun Vals á dögunum og er Kristinn annar leikmaðurinn sem Arnar fær til félagsins, áður hafði félagið fengið Elfar Frey Helgason.

Þetta er í þriðja sinn sem Kristinn gengur í raðir Vals en fyrst kom hann til félagsins árið 2012 en hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2016 en kom aftur fyrir tímabilið 2018.

Hann gekk svo í raðir FH fyrir ári síðan en er nú mættur á Hlíðarenda í þriðja sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið