fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 05:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu mánuðum mun væntanlega draga úr átökum Rússa og Úkraínumanna á vígvöllunum í Úkraínu og mun tíminn verða nýttur til að undirbúa átök í vor. Það er nú þegar farið að draga úr átökum og þannig munu málin þróast áfram um töluverða hríð.

Þetta sagði Avril Haines, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, að sögn BBC. Hún sagði að nú þegar sjáist merki um minni kraft í bardögum en áður og að bandarískar leyniþjónustustofnanir reikni með að þannig verði það næstu mánuði.

Nú er aðallega barist í Donetsk og við Bakhumt í austurhluta landsins. Vegna brotthvarfs Rússa frá vesturhluta Kherson er barist á færri vígstöðvum en áður.

Haines sagði að bæði Rússar og Úkraínumenn muni nýta veturinn til að undirbúa sig undir að hefja gagnsóknir í vor.

„En við erum svolítið efins um hvort Rússar geti gert það. Ég er bjartsýnni fyrir hönd Úkraínu,“ sagði hún.

Hún sagði að bandaríska leyniþjónustustofnanir telji að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi ekki fulla yfirsýn yfir hversu miklum vanda her hans er í. „Við sjáum skort á skotfærum, lélegan móral, vandamál með birgðaflutninga og fjölda annarra vandamála sem þeir glíma við,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd