fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Óskar vann starf sem hann vill ekki sjá aftur – ,,Myndi ekki gera þetta fyrir 300 milljónir á mánuði“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. desember 2022 10:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er einn af okkar bestu þjálfurum og vann deildina með Blikum fyrr á þessu ári.

Óskar náði fyrir það frábærum árangri með Gróttu en hann hefur einnig gert það gott í fjölmiðlum og vann sem fréttastjóri Stöðvar 2 og og Vísis í hruninu.

Óskar var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini fyrir helgi þar sem hann fór yfir ýmis mál.

Það kemur ekki til greina fyrir Óskar að starfa aftur í fjölmiðlum en hann segir að sá kafli í sínu lífi sé búinn.

Óskar fer svo langt og segir að hann myndi ekki vinna þá vinnu fyrir 300 milljónir á mánuði sem er setning sem talar sínu máli.

,,Ég var fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis, í hruninu. Það er eins og þetta hafi verið fyrir 30 árum. Enda er þetta það síðasta sem ég gæti hugsað mér að gera, ég myndi ekki gera þetta fyrir 300 milljónir á mánuði vinna aftur á fréttamiðli, það er búið,“ sagði Óskar Hrafn.

,,Ég er að útskýra fyrir ykkur hversu lítið mig langar til að vinna aftur á fréttamiðli. Bara nei takk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari