fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fullkomin vopn streyma til Úkraínu frá Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 06:04

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski varnarmálaráðherrann skýrði frá því á Twitter á þriðjudaginn að her landsins hafi nú fengið nýtt flugskeytakerfi frá Frakklandi. Það bætist við önnur stórskotaliðsvopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum.

Þessi vopn hafa breytt miklu varðandi gang stríðsins því þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að ráðast á birgðaflutningalínur Rússa, bækistöðvar og birgðastöðvar langt að baki víglínunni.

Franska kerfið heitir LRU og er háþróað flugskeytakerfi. Áður höfðu Úkraínumenn fengið þrjú önnur slík kerfi, HIMARS, M270 og MARS II. LRU dregur 70 kílómetra.

Úkraínskir leiðtogar hafa beðið um fleiri langdræg vopn og loftvarnarkerfi til að styðja við árangur hersins á vígvellinum og til að geta komið í veg fyrir árásir Rússa.

Sébastien Lecorun, sem fer með málefni hersins innan frönsku ríkisstjórnarinnar, sagði fyrir um tveimur vikum að tvö LRU-kerfi yrðu send til Úkraínu. Hann sagði einnig að Frakkar muni senda Crotale loftvarnarkerfi til Úkraínu og að til standi að senda háþróuð ratsjárkerfi þangað.

Frakkar ætla einnig að taka við og þjálfa 2.000 úkraínska hermenn en ESB hefur lofað að sjá um þjálfun 15.000 úkraínskra hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“