fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Einar Karl tekur skrefið niður í Lengjudeildina og verður með Grindavík

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 17:00

Einar Karl lengst til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Einar Karl, sem er 29 ára gamall, hefur undanfarin tímabil leikið með Stjörnunni en hann á að baki mjög farsælan feril með liðum líkt og FH, Breiðabliki, Val og Fjölni.

Einar Karl þekkir ágætlega til hjá Grindavík en hann lék með félaginu tímabilið 2014 á láni. Hann á að baki rúmlega 200 leiki í deildar keppni og bikar og skorað 16 mörk á ferlinum.

„Ég er gríðarlega stoltur af því að bjóða Einar Karl velkominn til félagsins. Þetta er frábær leikmaður og persóna sem á eftir að styrkja okkar lið mikið. Koma hans til félagsins endurspeglar þann mikla metnað sem við í Grindavík höfum til að berjast um að komast á ný í deild þeirra bestu,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Það er mjög ánægjulegt að vera genginn til liðs við Grindavík. Mér leið mjög vel hjá félaginu þegar ég var hér síðast og það er mikill hugur í Grindvíkingum. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili með Grindavík og hlakka til að hefast handa,“ segir Einar Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar